Við eyddum helginni í Ossabæ, bara notalegt að kúra inni í þessum gamla bústað og hlusta á Kára blása og rífa í eins og hann gat.
Það var spilað, lesið, skrifað, prjónað, spjallað, kíkt aðeins á sjónvarpið og góður matur borðaður.
Á sunnudeginum var veðrið gengið niður og þetta líka fallega veður komið í staðinn, kalt en milt og ekta veður fyrir göngutúr, sem við auðvitað skelltum okkur í 🙂 Oliver fann leikvöll rétt hjá og þar var þessi fína aparóla sem honum fannst nú EKKI leiðinlegt að komast í.
Við keyrðum svo heim síðdegis, náðum í mat og tókum pakkarana úr L200 í mat í Á72. Bara notaleg fjölskylduhelgi 🙂