jæja þá er fyrsti þáttur íslenska Idolsins búinn…
reyndar var þessi þáttur aðallega um áheyrnarprufurnar áður en þrengt var niður í þessa 100 eða hvað það nú var og skv því sem Simmi & Jói sögðu þá verður næsti þáttur þannig líka… blöh… mig langar að vinda mér bara strax í þessa 32 sem komust í þáttinn!!! svo langar mig reyndar líka að mæta í salinn þann 16 janúar heheheh
Enginn smá fjöldi af fólki sem mætti þarna og óhuggnarlega margir sem gátu ekki sungið fyrir fimmaura… Reyndar var einn þarna sem ég sá sem gat svosem alveg sungið en kannski ekki alveg með þannig söng sem fittar í svona prógram… amk ekki að mínu mati… en eins og Þorvaldur sagði strax þá var þessi gaukur greinilega búinn að syngja slatta í Karíókí..
Aníhow… hlakka til að horfa á framhaldið af þessum þáttum og tók upp núna fyrsta þáttinn og ætla að halda áfram…verst er með þessi bévítans auglýsingahlé… hata þannig!