Ég var að þræða perlur í armband á mig í áðan… þ.e. þetta með bleiku slaufunni 🙂 aðeins að nýta lagerinn sem ég á frá prjónamerkjunum.
Gerði þetta svarta með stóru perlunum og 1 semelíuskreyttri perlu um daginn og finnst það bara nokkuð sætt þannig að ég ákvað að gera fleiri, finnst þessi perluarmbönd sem verið er að selja hér út um allt alveg fáránlega dýr mörg hver… þetta svarta kostaði mig ca 500kr (keypti reyndar fleiri perlur og átti ekki til teygju þannig að heildarkostnaðurinn var tæpar 2þ kr í þeirri ferð..)
Ása Júlía kom til mín og vildi fá að vita hvað ég var að gera… búa til armband, jú þá vildi sú stutta líka fá… ekkert mál. Fann til nokkrar sem hentuðu henni og svo valdi hún liti og rétti mér (full lítil göt á þessum til að láta hana þræða sjálf) úr varð þetta svaka fína bleika, bláa og gula hjartaarmband. Hún var ekki lengi að biðja mig um annað þar sem hún jú sá að ég var með heil 3 tilbúin fyrir mig… þannig að úr varð svaka krúttlegt blómaarmband líka 🙂