Ég datt niður á leiðbeiningar á Pinterest hvernig hægt væri að færa ljósmynd (prentaða með lazerprentara) yfir á striga með “mod podge“.
Ég átti til nokkra striga sem voru ca á stærð við umslag og ákvað að fikta aðeins. Hérna má sjá hvernig myndin leit út eftir að hafa verið límd á strigann með mod podge, fengið að þorna yfir nótt og búið að bleyta og nudda hvíta pappírinn að mestu af….
þetta er stórskemmtilegt og aldrei að vita hvort maður geti ekki nýtt þetta eitthvað meira í framtíðinni!!