ég á alltaf eftir að segja hvernig var í þessu leikhúsdæmi í gærkveldi…
má ekki gleyma því á meðan það er enn ferskt í kollinum á dömunni…
Þetta var svona ekta kynning á verkum vetrarins bæði á stóra sviðinu og litla sviðinu og jú svo líka á nýjasviðinu sem ég hef reyndar aldrei komið á… og samkvæmt því sem þarna var sýnt þá ætti ég nú að fara að drulla mér þangað *hehe*
þeir sýndu upphafslagið úr Línu, Hansa söng lag úr Chicago og svo voru sýnd smá atriði úr flestum þeim verkum sem eru tekin upp aftur eftir síðasta leikár… Ég er allavegana ákveðin í að fara að sjá Chicago eftir að hafa heyrt Hönsu syngja “all that Jazz” hún er líka alger snilldar söngkona, vægt til orða tekið.
Það voru líka nokkur atriði úr þeim sýningum sem íslenski dansflokkurinn er að setja upp… m.a. sýning sem heitir Match eða fótboltaleikurinn… atriðið sem þeir sýndu var rosa flott en höfðar samt ekki til mín, efast allavegna stórlega um að ég fari að borga mig inn á þannig sýningu…
SVo var margt þarna sem var einhvernvegin ekki nægilega vel sett fram þannig að það heillaði mann ekki alveg eða maður náði ekki alveg hvað var verið að reyna að sýna manni… sbr það kom höfundur þarna fram og las upp úr verki sem á að setja upp eftir hann á Nýja sviðinu… eitthvað um 4KK á ólíkum aldri og á ólíkum stöðum í lífinu að tjá sig… hann las smá pistil sem átti að vera frásögn 22 ára stráks sem sko var annsi flott… væri til í að kíkja á það en það verður ekkert fyrr en e-n tíma eftir áramót…
veit ekki einusinni hvenær…