jæja… ég fór á Harlem Ambassadores vs Körfuboltaliði Lionshreyfingarinnar á Íslandi… eða einhverskonar úrvali úr liðum höfuðborgarsvæðisins, bæði kvk og kk.
Þetta var annsi skemmtilegt og kom á óvart. Ekkert smá myndarlegir KK þarna á ferð… þótt þeir hafi allir verið svartir *heheh* og engvir smá RISAR allir vel yfir 6″ sem er víst yfir 190cm skilst mér… nema Lady Majic heh hún var sennilegast eitthvað um 175-180 frekar há kvk en algert peð með þessum gæjum.. voða fáir í Íslenska liðinu náðu sömu hæð þótt þeir hefðu verið þrefallt fleiri í ísl liðinu en í Harlem Ambassadores
Ég skellti mér á þennan leik ásamt Iðunni gellu, mömmu&pabba enda kallinn lionskall, Helgu frænku & hennar fjölsk. semsagt ágætis hópur sem mætti á staðinn.
Ekki má samt gleyma að minnast á þá félsga Sveppa og Auðunn…
Þeir áttu að framkvæma áskorun þarna í leiknum sem fólst í því að annar þeirra (Auddi) átti að hlaupa inn á völlinn og gera einhverjar hundakúnstir með boltann… hehe ég held samt að þetta hafi gerst aðeins of hratt og fólk tók varla eftir því en það verður gaman að sjá þetta þegar það verður sýnt í 70mín. tók einmitt eftir því að það var ekki sýnt í kvöld… kemur að því síðar.