úff þessi helgi er ekki búin að vera neitt smá…
Byrjaði á því að sækja Iðunni & Tinna rúmlega 10 á föstudagsmorguninn og svo stoppað aðeins á Subway og svo í Orkunni… þaðan haldið í Mosó að sækja hana Sirrý. við vorum komnar á Kjalarnesið rétt rúmlega 11.
Svakalegt stuð hjá okkur á leiðinni norður… þrjár gellur og högni… Ég verð bara að viðurkenna það að ég hef aldrei verið í bíl með jafn rólegum ketti.. man bara að tisu minni heitinni var svo illa við að vera í bíl og vældi og vældi en ekki hann Tinni..
kannski var þetta bara Karlmennskan að segja til sín hjá litla krúttinu
SÍLDARÆVINTÝRI
Við vorum komnar í Varmahlíð rétt fyrir 4 og þá tók við bið eftir farinu hennar Iðunnar yfir á AK.. pápi hennar var svo góður að sækja hana þangað svo að ég þyrfti ekki að leggja auka 2t við ferðina mína. Við Sirrý vorum svo komnar á Sigló til Ásu um 5:30. Þá tók við smá öl og matur og kjaftagangur og slúður og svona sittlítið af hverju.. eins og gengur og gerist. Við kíktum á Allann upp úr 1 og hlustuðum þar á nokkra trúbba og eitthvað fleira… bara stuð… samt ekki svona dansstuð en alveg fílingur að hlusta á liðið svo fórum við á rölt um bæjinn.. sjá hvað væri komið af fólki…
Lentum á einhverju spjalli við gutta sem hjálpaði Ásu að flytja á sínum tíma og það var ekkert smá sem gaukurinn var bitur yfir þessum blessaða sófa… ok ég viðurkenni það alveg að stiginn hjá þeim er frekar mikið brattur og stigaopið ekki stórt. En bara gaman að rugla dáldið í honum og félaga hans
Á laugardeginum kíktum við aðeins niðrí bæ um miðjan daginn… skoða bæjarlífið.. sýna sig og sjá aðra.. Hljómar tóku nokkur lög á torginu til að koma fólkinu í fíling fyrir kveldið en þeir héldu einmitt stórtónleika í Bíóinu þetta kveld. hmmm Vinur flutningsmanns Ásu og vinur hans mættu til okkar þarna þegar líða tók á kvöldið… sem var eiginlega bara pínu skrítið… hann mætti bara. húmmmmmm.. allavegana við henntum þeim bara út þegar við ákváðum að nýta tækifærið og skella okkur á Hljómaball um kveldið… reyndar var svo troðið að það var ekkert hægt að dansa og svo heitt að mar sat bara með glas fullt af klökum… vorum frekar lélegar og drifum okkur heim rúmlega 3 reyndar var líka ætlunin að rúlla yfir á Akureyri næsta dag þannig að sennilegast best að vera hress fyrir aksturinn.. AMK ég!
um 5:30 hrukkum við Sirrý svo upp við það að verið var að BERJA húsið að utan… þá voru það gaukarnir að röfla um partý… æ dónt tínk só!
ÆVINTÝRI
Við rúlluðum af stað yfir á Akureyri uppúr 2 á sunnudeginum… það væri ekki neitt markvert ef mér hefði ekki tekist að reyna að drepa okkur!!!!
Ég var að keyra Lágheiðina í fyrsta skipti og í þoku þannig að vegurinn var frekar mikið blautur… missir ekki daman stjórn á litla græn og litlu mátti muna að ég hefði velt honum. Sem betur fer stoppaði hann nú bara í skurði og ég slapp með smá rispur á listanum fyrir neðan bílstjórahurðina. Sem betur fer var maður að keyra á eftir okkur á svona stórum bíl og með spotta og hann kippti okkur úr skurðinum. Ég meikaði nú samt ekki alveg að keyra strax… brotnaði reyndar strax niður þegar ég steig út úr bílnum…
en aulinn ég náði nú ekki að fá nafn hjá Bjargvættinum okkar hvað þá bílnúmerið hans en ég sendi honum samt mínar BESTU þakkir fyrir hjálpina…
Það hefði nú ekki hver sem er stoppað til að redda einhverjum stelpu skjátum sem ekki kunna að keyra “ehem” Ég keyrði reyndar þessa sömu leið til baka í dag þegar ég var að “skila” Ásu og stoppaði þar sem ég fór út af og þá fyrst áttaði ég mig almennilega á því hvað HEFÐI getað gerst… en það þýðir ekkert að hugsa svona.
Halló Akureyri (Ein með Öllu)
Við skoðuðum Akureyri alveg fram og aftur… kíktum á Glerártorg og fengum okkur að borða á Greifanum, gengum eftir Göngugötunni og skoðuðum í búðir… sáum helling af fólki en þekktum MJÖG fáa… eiginlega bara engann… svo þegar líða fór á kvöldið fórum við til Iðunnar en hennar yndislegu foreldrar höfðu gefið grænt á að leyfa 3 kjánaprikum að gista þessa nótt.. sem var voða ljúft. Sátum þarna hjá þeim í góðu yfirlæti fram eftir kvöldi og ákváðum svo að kíkja í bæjinn… við vorum reyndar
ekki alveg með það á hreinu hvort við ættum að kíkja á Sjallann eða eitthvað en úr varð að okkur fannst við vera svo úber gamlar við að fara niðrí bæ að við röltum bara aftur heim…ég reyndar enn í sjokki eftir ævintýrið…
Svo í dag var bara stefnan tekin í bæjinn… þurftum auðvitað að skila Ásu þannig að við lögðum ekki af stað frá Sigló fyrr en um 4… stopp í Varmahlíð til að pikka Iðunni upp.. og svo bara brunað í bæjinn… stoppuðum reyndar í Ólafslundi rétt fyrir utan Blönduós og grilluðum okkur pulsur og svona kósí stemning hjá okkur, Nenntum bara með engu móti að stoppa í einhverri sjoppu við veginn til að bíða eftir upphitaðri samloku eða ofsteiktum hamborgara or what ever…
Ég var allavegana komin á Framnesvegin um 10 leitið í kvöld og það var ekkert smá ljúft að renna hér í hlað…
MYNDIR HELGARINNAR ERU Á LEIÐINNI
annars má nálgast myndir frá Síldarævintýrinu hér