Tók smá skyndiákvörðun í hádeginu… Við Oliver spjölluðum aðeins við Leif og ákveðið var að ég og krakkarnir myndum skella okkur austur þar sem Leifur var að fara á kvöldvakt og þyrfti þ.a.l. ekki að stelast til að eyða smá tíma með okkur.
Við vorum reyndar óvenjulengi að keyra Skeiðarnar… afhverju? jú það voru mörg hundruð ef ekki þúsund rollur út um allt og heill hellingur af hestum að þvælast á veginum. Réttir í Reykjarétt eða hvað þetta nu´heitir… við í raun rett misstum af þeim þar. En í Skaftholtsrétt var enn allt í fullu fjöri þannig að ég stóðst það ekki að stoppa og kíkja aðeins út með krakkana. Þeim fannst þetta alveg stórskemmtilegt og var ekki auðvelt að ná þeim aftur inn í bíl.
Á hálsinum finnst krökkunum endalaust spennandi að keyra um svæðið… í dag komst reyndar eiginlega bara 1 að hjá syninum og það var að geta einhverstaðar hent steinum í vatn! en dóttirin talaði endalaust um að sjá göngin. Báðar óskirnar voru auðvitað uppfylltar enda eigum við 2 flottustu eftiritsmennina á Búðarhálsi.