eftirfarandi texti er í lögregludagbókinnni frá Verslunarmannahelginni
“Um miðjan dag á föstudag tók ökumaður sem ók vestur Grandaveg of krappa beygju með þeim afleiðingum að bifreiðin fór upp á gangstétt og hafnaði á vegg húss við Framnesveg. Ökumaður var einn í bílnum og kenndi hann sér eymsla í hálsi, baki og vinstri hendi. Óverulegt tjón varð á húsinu.”
sko samkvæmt mömmu þá endaði þetta ekkert á húsinu… hann var ekki einusinni það langt uppi á gangstéttinni til að þetta standist… annars þá þætti mér gaman að fá að vita hve hratt hann ók því að þetta hverfi er sko 30km hverfi 😛 og ef þetta er allt saman rétt þá hefur hann verið á dáldið mikið meiri hraða en þetta…