Mér finnst gaman að prufa eitthvað nýtt þegar ég fæ gesti í kvöldkaffi… oft er jú samt gaman og gott að bjóða upp á eitthvað klassískt sem maður veit að er gott og manni langar sjálfum í.
Ég fékk nokkrar mömmur í kaffi nýlega… datt niður á þessa hugmynd, hef gert hana 1x áður og heppnaðist hún þá líka mjög vel… þetta er svo einfalt…
Pizzukaka
bakaðu uppáhalds brownies uppskriftina þína en í staðinn fyrir að setja hana í form dreyfðu henni þá á bökunarplötuna eins og þú sért að baka pizzu. Kremið er rjómaostur, vanilla og smá sykur sem hrært er saman og smurt á eins og pizzusósa, áleggið er svo gómsæt ber.. að þessu sinni valdi ég bláber og jarðaber sem er náttrúlega bara klassík 🙂
Namm hvað þessi er girnileg.