jájá ég veit að það er alltof snemmt að tala um jólin en mér áskotnaðist þessi bók nýlega… yndisleg gömul bók, ca 60 ára gamalt eintak með fullt af uppskriftum af smákökum, konfekti og öðru góðgæti 🙂
Mér finnst allavegna voðalega skemmtilegt að fletta í gegnum svona bækur.
Þegar við Sigurborg vorum að búa til blessaða brúðartertuna okkar Leifs þá vorum við að vesenast við að búa til sykurmassa eða fondant úr sykurpúðum og svona skemmtileg heit… einhvernvegin hafði ég það á tilfinningunni að þetta væri e-ð svona semi nýtt af nálinni… já ég veit þetta er það ekkert en fór að vera eitthvað tískufyrirbæri fyrir ca 7 árum eða svo, eða ég fór að taka eftir þessu þá… En hvað fannst í bókinni góðu….
jújú þetta er ekkert annað en uppskrift að sykurmassa! fyndið samt að kalla þetta krem. Kannski er þetta meira fljótandi sem væri þá hægt að nota til að hylja “petit four” kökur? hef ekki lagt í að prufa þetta enþá en mér fannst þetta virkilega sniðugt að sjá.
Ekki það að með þessari læddust líka 2 aðrar bækur, aðeins yngri en samt eldri en ég 😉 ásamt nokkrum jóla og páska gestgjöfum ofl sem í versta falli er hægt að nýta sem brandarabækur, þ.e. ef maður flettir bara og skoðar myndirnar 😉