Við kíktum á opið hús í Borgarleikhúsinu um síðustu helgi… síðan þá hafa krakkarnir varla talað um annað en sjóræningja og garrrKall í OZ. Þau tóku þátt í leik þar sem við gengum um leikhúsið og leituðum að númerum sem búið var að festa á veggina. Undir hverju númeri var svo gáta sem þurfti að leysa og skrifa hjá sér. Þegar öll orðin voru komin átti maður að finna sjóræningjann með fjarsjóðskistuna og fá þar verðlaun og uppskáru krakkarnir því 2 stóra sjóræningjafána (sem Olli er reyndar ekki alveg 100% sáttur með þar sem hann er með maríuhænu á hausnum!)
Einnig kíktum við inn á stóra sviðið og sáum brot úr nokkrum sýningum, þar á meðal Gulleyjunni. Krökkunum fannst þetta afskaplega spennandi og þeim langar miklu meira að sjá “garrlkall í Oz” en sjóræningjana en þeir voru samt ofsalega spennandi!!
Þegar ég sá biðröðina sem hafði myndast eftir vöfflum ákváðum við nú bara að slaufa henni og fara bara heim og baka sjalf vöfflur við mikla lukku krakkanna… sérstaklega þegar þau fengu það í gegn að sumar vöfflurnar fengju að vera fjólubláar!