Á sunnudeginum eftir brúðkaupið skelltum við okkur í sumarbústað í Öndverðarnesi og áttum þar yndislegan tíma. Krakkarnir voru duglegir við að fara út og gott ef þau hafi ekki hreinlega hreinsað allflest berjalyngin á svæðinu enda var úr nægu að velja. Bláber, Krækiber, Hrútaber og Jarðaber.. allt bara með því að hoppa í skó og fara út í rjóðrið fyrir neðan pallinn. Þetta fannst þeim sko ekki leiðinlegt.
Við skelltum okkur í bíltúr þar sem við stoppuðum m.a. á Flúðum og fórum í smá göngtúr, í Þingborg og á Selfossi. Einnig fórum við í langan göngutúr, feðgarnir gengu alla leið upp í Reykjadal en við mæðgurnar létum okkur það duga að ganga ca rúmlega 1/2 leið.
Seinnipart fimmtudagsins kíktu svo Gunnar, Eva Mjöll & strákarnir og Sigurborg, Tobbi & Ingibjörg í heimsókn og borðuðum við öll saman. Svakalega nice stund og ekki leiddist krökkunum að fá að skuttla sér í pottinn í smá tíma.