Það er eiginlega frekar skondið hversu róleg við virðumst vera yfir þessu brúðkaupsstandi. Svo margir sem spurja oft og reglulega hvort stress dé ekki farið að gera vart við sog og hvort spennan sé ekki komin.
Mér finnst enn eitthvað svo langt í þetta en samt um leið og ég skoða dagatalið sé ég hversu rangt ég hef fyrir mér, það eru tæpar 2 vikur til stefnu og margt sem á eftir að gera þó aðalega svona smáatriði samt… redda hinu og þessu, panta svona og gera og græja.
Fyrst er samt að halda uppá 1stk 3ára afmæli og planið er að gera það á sunnudag fyrir brúðkaup 🙂
Samt þá er eiginlega allt það sem skiptir máli komið, allir með föt og skó, prestur, kirkja og hirðkórinn búinn að fá óskir um lög, hlakka helling til að heyra þeirra útfærslur á lögunum 🙂