mikið svakalega er ég orðin leið á þessum yndislega hósta mínum.Ég fór jú til doxa á þri og hann sagði bara að það væri ekkert ofan í mér og ekkert sem hægt væri að gera annað en að bíða og sjá…
meina halló.. þetta er ekkert eðlilegt… ég er ekki með hita, eða sko ég kalla nokkrar kommur í lok dags ekkert hita… meira bara álag á slappan líkama, ég er ekki að hósta upp slími, ég er ekki með neitt í nebbaling og svo er þessi hósti það “erfiður” að ég er að því komin að æla í sumum hóstaköstunum… svo er það stanslaus höfuðverkur í hverri hóstahrinu plús verkurinn í bringunni eftir hóstaköstinn sem er reyndar stöðugur…
jæja ég er búin að æla þessu út úr mér og get hætt að væla