Við skelltum okkur í útilegu með Sigurborgu, Tobba, Ingibjörgu og vinafólki þeirra, Hrefnu, Ingvari og Jökli Mána.
Förinni var heitið í Húsafell og fundum við yndislegt rjóður og héldum þar okkar eigin litlu útihátíð. Skemmtum okkur konunglega og ekki var leiðinlegur félagsskapurinn.
Krökkunum fannst þetta æðislegt og vonandi náum við fleiri tjaldferðum næsta sumar.
Það var frekar fyndið að öll pörin 3 fundu eitthvað hjá hvert öðru sem þeim langaði að bæta í útivistarpakkann hjá sér og einhvernvegin þá gat alltaf einhver reddað því sem vantaði þ.e. ef það virkilega vantaði eitthvað 🙂
Hér eru 2 myndir teknar á símann hennar Dagnýjar, restin kemur vonandi fljótlega inn á Fotki 🙂
erfðargripurinn úr Birtingaholti, ca 30 ára gamalt hústjald sem svínvirkar fyrir okkur familíuna 😀Brennan í Hátíðarlundi á laugardagskvöldinu.