Við fjölskyldan skelltum okkur í 2 vikur til Benidorm. Frábærar vikur sem einkenndust af letilífi og sundfötum.
Krakkarnir eru að verða komin með sundfit þar sem þau voru alla daga að minsta kosti einhverju ef ekki öllu leiti í sundi.
Við kíktum í Terra Natura sem er dýragarður og skv krökkunum þá sáum við Ljón, Tígrisdýr, Nashyrningabarn, “ógeðslega froska” og allskonar! Hluti af þessum garði var svo Aqua Natura sem er vatnsgarður og þar eyddum við síðdeginu við ómælda gleði enda vatnsrennibrautir og vatna”kastali” sem þau léku sér endalaust í.
Hótelið okkar var mjög fínt, örfáir hlutir sem maður myndi setja út á en að öðru leiti stórfínt.
Hér eru svo nokkrar myndir sem ég tók á símann á meðan við vorum úti.. en aðrar koma með tíð og tíma inn á Fotki síðuna okkar 🙂
Þetta er hótelið okkar, Gran Hotel Bali, við vorum með herbergi á 12 hæð (sem taldist eiginlega vera 14 vegna lokaðra “vinnuhæða”) í stóra turninum.
Ein sundlaugin var með stórum fossi og þar var svakalegt sport að hoppa út í og fara á bakvið fossinn og svona
Oliver varð bara ljósari og ljósari með hverjum deginum sem leið 🙂 (þ.e. hárið á honum :-p)
Við mæðginin prufuðum að fara í fótabað með fiskum … mjög spes upplifun
Fallegu feðginin