19.maí – Leifur steggur 🙂
Gunnar, Óli, Jökull, Maggi og Sverrir mættu hérna að morgni laugardagsins 19.maí sem “skrítnu mennirnir sem voru alltaf fleiri og fleiri” samkvæmt því sem Oliver sagði þegar hann tók á móti þeim. Þeir tóku Leif með sér og fóru meðal annars með hann í smá fjallgöngu með þrautum, í paintball þar sem Gunnar fékk að hefna sín síðan hann var steggjaður ’09, í sund í Laugardalinn þar sem Leifur tók á sig mynd smeðjulega bílasalans með sólgleraugu og fake yfirvaraskegg. Úr sundinu fóru þeir í grill í Skipasundið þar sem Þorvaldur bættist við. Þeir félagar héldu svo í miðbæ Rvk þar sem þeir týndust svo heim einn af öðrum… Leifur datt hingað inn í H14 í kringum 5 á sunnudagsmorgni 🙂
30. júní – Dagný gæsuð
Sigurborg og Ingibjörg sæta mús mættu hérna um 11 leitið í “heimsókn” en þær mæðgur voru hinsvegar með þau plön að stela mér, létu mig pakka niður fyrir “helgarferð” … Þær skuttluðu mér út í Breiðagerðisskóla til að kjósa þar sem minn elskulegi tók það loforð af stelpunum að sjá til þess að ég myndi sko KJÓSA áður en þær færu í einhverja vitleysu með mig :-p
Þaðan héldum við í smá bíltúr sem endaði hjá mömmu og pabba í Birtingaholtinu, þar hittum við æskuvinkonur mínar þær Sirrý, Ásu, Evu Hlín og Lilju… rétt á eftir okkur komu svo Eva Mjöll og litli Kaldal (aðeins 11d gamall og strax mættur í gæsun!), þarna í garðinum voru þær búnar að koma fyrir ýmsu smádóti, m.a. dressi á mig og svo hinu fínasta picknick teppi með ýmsum kræsingum sem við gæddum okkur á eftir að búið var að dressa mig upp. Við fórum svo upp í öskjuhlíð þar sem við skelltum okkur í Diskókeilu og þaðan var brunað í miðbæ Rvk þar sem leið okkar lá í Kramhúsið þar sem við hittum Nadíu og hún tók að sér að kenna okkur Diskódans við “Staying alive” 🙂 verður lúmskt skrautlegt að sjá það myndband en jæja þetta var bara gaman!!
Þegar dansinn var búinn kvöddu Eva Mjöll, litli Kaldal, Sigurborg og Ingibjörg (reyndar hafði hún farið til Grete ömmu fyrir keiluna til að taka sér smá lúr) og héldum við æskuvinkonurnar austur fyrir fjall í Svönukot þar sem við skemmtum okkur fram eftir kvöldi, borðuðum frábæran mat, marineruðumst í heitapottinum og tilraunuðumst með mintu, lime og romm *hóst* 🙂