þessi blessaða nýliðna helgi var ótrúlega bissy eitthvað 🙂 bæði á góðan og slæman máta *hehe*
Við kíktum í sumarbústað til Magga & Elsu á Flúðum á laugardaginn og vorum yfir nótt. Grillað, spjallað, sumir kíktu í pottinn og auðvitað glápt aðeins á júró. Krakkarnir nutu þess svo að grallarast úti með pabba á meðan múttan nuddaði augun og hnerraði til skiptis *jeijfrjókorn*
Á sunnudeginum átti tengdó afmæli og var búin að boða alla í mat á Hamborgarafabrikkunni og þar var mikið etið, mikið spjallað og hlegið að vanda.
Skyndiákvörðun á sunnudagskvöldi leiddi til þess að ormur og gormur fóru í sína fyrstu alvöru fjallgöngu. Við fjölskyldan ákváðum semsagt að taka daginn snemma og rölta upp á Úlfarsfellið (eða úlfafjall eins og sú stutta heimtaði). Krakkarnir voru ótrúlega dugleg að labba og fengu líka að fara í smá “picknick” á toppinum. Ekkert smá mikið sport líka að leita eftir þeim byggingum og stöðum sem þau þekktu, eins og t.d. Austurver, Hallgrímskirkja, Perlan ofl.
Við skelltum okkur líka á flugsýninguna á Reykjavíkurvelli, í sund í Vesturbæjarlaugina og fengum svo tengdó í mat – frábærlega velheppnaður tími 🙂
Svakalega fín helgi, gaman að hittast svona í bústað eins og ávallt.