Ég er að fara að hitta dr SB sem skar mig þarna í janúar á eftir… er pínu stressuð en þetta ætti nú samt allt að vera nákvæmlega eins og það á að vera. Hef verið að velta því fyrir mér hvort líkaminn sé að taka upp öll þau vítamín og annað eftir aðgerðina þar sem ég hef verið full lág í B12 en það gæti svosem verið einhver annar factor þar á bakvið, ætla samt að nefna það við hann sem og þetta brjálaða hárlos (sem reyndar getur haldist í hendur, þ.e. hárlos og lágt B12). Án gríns þá er ég búin að vera með meira hárlos undanfarna 2-3 mánuði en ég var með eftir að ég átti krakkana, alger bilun!
Að öðru leiti þá finn ég nákvæmlega ekkert fyrir því að hafa farið í þessa aðgerð að öðru leiti en því að ég er laus við lyfin sem er bara frábært! Hef ekki fengið neina kyngingarörðuleika (sem ég átti til ef ég var ekki að taka lyfin) og hef getað borðað allt án þess að finna fyrir neinum einkennum. Þvílíkur léttir!!
Update 05.06.12:
haha ætlaði að pósta þessu strax um kvöldið en ekkert varð úr.. Ég er útskrifuð!!! woohooo ekkert sem þekkt er þetta með B12-ið þannig að ég ætla að skoða það betur með GO.
Ég var í blóðprufu í morgun til að sjá hvort einhver breyting sé á statusnum þar eftir mánaðartinntöku á B12. Ef ekki þá þarf að skoða þetta svo eitthvað betur.