litla systurdóttir hans Leifs var skírð um helgina… litla bjútíbollan fékk nafnið Ingibjörg alveg eins og amma sín. Athöfnin var í Dómkirkjunni og sr Hjálmar sá um skírnina alveg eins og hjá Oliver og Ásu Júlíu, nema auðvitað að við tókum bara sunnudag í þetta og í messu en þau voru með sína eigin litlu athöfn þar sem nokkrar vinkonur Sigurborgar sungu fyrir litlu Ingibjörgu.
Krakkarnir stóðu sig ofsalega vel í kirkjunni og heyrðist varla píp frá þeim. Ása Júlía vildi sitja hjá Ingu ömmu og Skúla afa og var það auðfengið. Leifur var skírnarvottur ásamt Gunnhildi systur Tobba. Þau voru svo með 1stk fermingarveislu (miðað við veitingarnar) í Orkugarði.