Já það eru víst liðnir 3 mánuðir frá því að ég fór í þessa blessuðu aðgerð. Finnst það hálf fyndið að hugsa til allra viðvaranna sem ég fékk fyrir aðgerðina þar sem ég get ekki sagt að í dag finni ég fyrir neinu af því sem ég var vöruð við… að vísu hefur ekki reynt á t.d. uppköst en ég get ropað þannig að ég hef ekki miklar áhyggjur af því.
Ég á ekki endurkomu til Sigurðar læknis fyrr en eftir rúman mánuð en eins og staðan er núna þá hef ég nákvæmlega engar áhyggjur af því.
Það helsta sem lætur mig vita að ég hafi farið í þessa aðgerð eru örin á maganum á mér… þau eru jú enn svolítið rauð en það minnkar bara og minnkar. Jú og svo sú staðreynd að ég þarf ekki að taka inn lyf á hverjum degi hjálpar líka helling til!! ég tek bara inn mitt lýsi og vítamín eins og svo margir aðrir!!