úff… ég skrapp í bíltúr með m&p áðan…
fórum fyrst að skoða nýja Lancerinn þar sem gamli maðurinn hefur keyrt um á Mitsúbítsí síðan litla prinsessan var nokkra mánaða eða síðan ’80 skoðuðum líka Skodann… Oktavían hefur lengi verið í plús hjá mér… sérstaklega síðan ég sá hve skottið er stórt og rúmmgott!!! held að sá bíll sé alveg brilliant fyrir barnafólk… ekkert vesen með að koma kerru/vagni fyrir í bilnum og þannig.
EN ég féll algerlega fyrir nýjum bíl þarna… hann heitir víst Mitsúbítsí OUTLANDER
og er eiginlega svona jepplingur.. svakaflottur og rúmmgóður… söfnun hafin…
Dagnýju vantar 2.500.000kr til að kaupa OUTLANDER!!
næsta mál á dagskrá er að sannfæra gamla settið að kaupa sér svona bíl
Kíktum svo í smárann… aðeins að nýta rúntinn langaði líka að sjá hvaða DVD diskar væru þar sem ekki voru í boði í Kringlunni… viti menn þar er HELLINGUR af myndum í boði!! Vægast sagt hellingur… miklu meira en nokkurntíma í Hagkaup kringlunni.. að vísu lítið af myndum sem ég myndi kaupa… t.d. Get Carter með Stallóne… neee ekki fyrir mig…ég keypti eina sem heitir Delerious og er með
John Candy í aðalhlutverki.. hann er einn af mínum uppáhalds…
Allavegana næst á dagskrá…Staffapartý & Stuðmenn á Nesinu!!!!