jæja….
er ekki alveg komin tími á sögu af gærkveldinu ??
held það sko
Byrjuðum á því að mæta heim til Gauta sjúkraþjálfara upp úr kl 9 nýju sjúkraþjálfararnir voru mættir þannig að mar byrjaði á því að kynna sig og reyna að kenna þeim framburð á nafninu mínu… gekk svona lala… fyndið hvað útlendingar sleppa alltaf Ginu í nafninu mínu… ætti kannski bara að breyta því í Daný eða eitthvað Fólkið mætti þarna í rólegheitunum og hituðum upp fyrir komandi stuð í Íþr.húsinu á nesinu.. um 12 leitið var ákveðið að rölta af stað og við hittum svona svakalega vel á að þegar við vorum búin að vera á svæðinu í um 10-15 mín þá mættu Stuðmenn á svið… það var sko dansað og dansað og dansað meira… ekkert smá gaman.. samt hálf skrítið að vera með þeim yngstu á svæðinu fyrir utan starfsfólkið.
Ég tók nokkrar myndir, ekki margar var of upptekin við að dansa og hafa gaman með Dönunum og Nossurunum og hinum sjúkraþjálfurunum
Stuðmenn tóku sér hlé um hálf 2 leitið og þá stungu norðmenn & danir af en við hin héldum ótrauð áfram… ég reyndar gafst upp um hálf 3 leitið…orðin alveg rennandiblaut af svita og orðin þreytt í tánnum…Guðrún sjúkraþjálfari var alveg sammála mér… dansinn hennar við þennan ónafngreinda herra hennar fór alveg með hana *heheh* engvir smá taktar!!!! bara rokk og ról!
Mér fannst reyndar mest gaman að því að þar sem maður hefur alist upp við það að heyra stuðmannatónlist í útvarpinu og svona í kringum mann… þá auðvitað þekkir mar flest lögin þeirra… bara eðlilegt að mínu mati… mar var í svo miklu stuði þarna í gær að mar söng hástöfum með öllum þeim lögum sem ég þekkti heheh.. eftir að hafa fylgst með mér í dáldinn tíma pikkaði Kristian í mig ( annar daninn ) og spurði mig að því hvort að Stuðmenn væru mikið í spilaranum hjá mér heheheh neeee get ekki sagt það EN auðvitað kann mar lögin eftir að hafa heyrt þau mest allt sitt líf hann hló bara að mér *heheh*
Vá ég skemmti mér alveg stórkostlega vel í gær… löngunin alveg að hellast yfir mig núna að fara til danmerkur þann 11 og fara á stuðmannaball þann 13 í tívolí!