Við kíktum í bústað um helgina.. fengum Þúfukot lánað hjá SFR enda er það svona hæfilega langt frá báðum stöðum.. þ.e. Leifur var um klst að keyra þangað ofan af Búðarhálsi en við aðeins lengur (hefðum sennilegast verið á svipuðu róli ef færðin hefði verið betri..).
Þetta er virkilega notalegur lítill bústaður, pallurinn er pottþétt algert æði yfir sumartímann en lítið sem ekkert búið að rækta þarna í kring.
Krökkunum fannst alveg frábært að komast aðeins út úr bænum og auðvitað ekki leiðinlegt að komast aðeins í heita pottinn þá daga sem við vorum þarna. Við Leifur kíktum líka í pottinn eftir að gormanir voru sofnaðir og nutum þess að spjalla um allt og ekkert undir stjörnunum og í gærkvöldi norðurljósasýningu.
Við skruppum í smá klassískan túrista hring, kíktum á Gullfoss og Geysi þar sem Sonurinn tók fróðleikskast og drakk allt í sig sem hann gat… lærði m.a. að keyra traktor þar sem hann hitti mann á besta aldri þegar hann var að “máta” traktorinn í gamla söluturninum við Geysi.
Stoppuðum svo á Café Mika á heimleiðinni og kíktum líka inn í Bjarkarhól ásamt því að skoða nokkra ljósastaura í Reykholti…