Ég fór á námskeið á vegum SFR í ullarþæfingu nýlega… bara gaman og skemmtilegt að vera svona í hópi fólks (lesist: kvenna) þar sem allir eru að gera það sama en samt ekki!
Það bjuggu allir til kúpla á ljósaseríur.. nema að sumir þæfðu utan um golfkúlur, aðrir utanum frauðkúlur (ég), enn aðrir utan um kúlulaga ljósaperur og svo utan um svona kertaperur. Næst var farið í að þæfa kúlur en það er greinilega smá trix í því til að fá ekki kúlu með “sprungu” *hmmm* og að lokum var farið í að þæfa blóm.. mér fannst það svona síst enda endaði mitt blóm meira eins og fiðrildi (í tilraun nr 3! en hin urðu algerir risar) .
Í síðasta tímanum settum við svo kúplana á seríuna, kúlurnar upp á vír og skreyttum með smá perludúlleríi og settum festingar á og tja þeir sem gátu gert blóm sem e-ð varið var í skreyttu þau og festu á nælur (eða kamba eða hárspangir) en það reyndar voru frekar fáir sem voru sáttir við blómin sín og því frekar fá blóm sem komu út úr þessu 🙂
- Þæfingarnámskeið hjá SFR