Heima hjá okkur snýst heimurinn að miklu leiti í kringum lego, amk hjá þessum 4 ára og well pabbinn er ekkert að draga úr því og þessi 2 ára er úberspennt yfir öllu því sem stóri bróðir er með þannig að lego er líka mjög vinsælt hjá henni.
Ég er búin að lesa ótal umræður og svona um þetta nýja lego sem er að koma á markaðinn undir nafninu “Friends” ég sé margt sniðugt við það en annað sem er ekki eins sniðugt, t.d. mjög gott og sniðugt að fá nýja liti inn í lego-ið, ný hús og ný fyrirtæki og svo frv en hversvegna þarf þetta nýja að vera svona rækilega stimplað inn á stelpur? Hefði þetta ekki verið sniðug viðbót við City línuna sem er jú ætluð sem borg (eru ekki snyrtistofur, bakarí og svona í borgum líka?) en oggu ponsu lítið of strákamiðuð, vantar t.d. meira úrval af húsum þangað inn (ekki það að það er ekkert mál að byggja bara sitt eigið hús en það er líka hægt að byggja sína eigin bíla, fyrirtæki og það allt saman…).
Aðal mínusinn við þessa línu að mínu mati er samt það að þurfa að troða nýjum fígúrum þarna inn sem eru hærri (afhverju þurfa þær að vera hærri?) en hinn klassíski kall sem þýðir þá væntanlega (er ekki búin að skoða þetta með eigin augum) að húsgögn og húsbúnaður er væntanlega aðeins hærri. Væri ekki sniðugara að halda áfram að dæla út fleiri tegundum af búkum, hárgreiðslum og andlitum? það þarf þá amk ekki að fara í að breyta framleiðslunni *hahaha*
Allavegana ég rakst á þetta myndband og hlakka bara til að sjá part #2 þar sem ég er sammála viðkomandi með svooo margt 🙂
víííí hér er hinn hlutinn, einnig góður en þó finnst mér fyrri hlutinn betri 🙂