jæja, ég fór til dr SB á miðvikudaginn og allt lítur mjög vel út, engin bólga sem amk veldur óþægindum eða veseni þannig að hann (og auðvitað ég) var mjög ánægður með þetta. Sérstaklega þar sem ég hafði í raun ekki undan neinu að kvarta, ég er farin að borða meira en hef bara haldið mig við að vera ekki að borða mjög þungt kjöt – hef aðeins fengið mér kjúkling og svo í gær hakk og það gekk allt mjög vel.
Hann vildi samt ekki hleypa mér til vinnu í gær og lét mig fá vottorð sem gildir fram til 23.janúar eða á mánudag. Málið er nefnilega að ég er búin að ná mér í smá kvefdrullu sem veldur raddleysi, höfuðverk og slappleika en þó enginn hiti með þessu – geðveikt gaman ! Ég á semsagt að nota tímann fram á mánudag til að slappa af og ná þessu úr mér 🙂