ég kíkti á bíómynd áðan sem heitir “the Help“. Linda frænka hafði mælt með bókinni við mig í haust og reyndar í framhaldi myndinni líka 🙂
Varð ekki svikin, góð mynd með áhugaverðri sögu.
Myndin fjallar um stelpu í bænum Jackson í suðurríkjum USA og gerist rétt eftir 1960. Þessi stúlka er ákveðin í að gerast rithöfundur og fær nokkrar svartar konur sem starfa sem heimilishjálp hjá “fína” fólkinu í bænum Jackson til að segja sínar sögur… bæði góðar og slæmar. Margt annsi fyndið sem kemur þarna fram sem og auðvitað annað sem er langt frá því að vera fyndið og bara virkilega sorglegt, bæði sem bara var í gangi á þeim tíma eins og framkoma við “litaða”.
Allavegana þá finnst mér alveg þess virði að kíkt sé á þessa mynd.
Ég mæli líka með bókinni. Rosalega góð – gat varla lagt hana frá mér!