Á morgun er vika liðin síðan ég fór í aðgerðina og so far so good. Ég hef aðeins fengið verki í vinstri síðuna en ekkert til að tala um og ekki einusinni þess virði að taka verkjalyf við. Sara vinkona (og hjúkka) er búin að vera að stríða mér með að hafa fengið “partý í boxi” með mér heim en ég hef ekki þurft að halda partý hingað til 🙂
Ég held að núna sé ég eiginlega komin yfir þetta tímabil þar sem ég átti að eiga von á verkjum og þessháttar þannig að núna er bara kominn tími á að vinna inn þessa blessuðu matarlyst, sem hefur verið svona varla til staðar. Á spítalanum fékk ég hafragraut í morgunmat og gat borðað hann þannig að ég hef bara verið að búa mér til í morgunmat, hafragraut í örbylgjunni með smá twist eins og slettu af ABmjólk og smá af frosnum berjum… toppurinn væri að setja möndlukurl með en well hnetur, fræ og þessháttar er einhverra hluta vegna á bannlista frá spítalanum, tormeltanlegt líklegast 🙂 spurði ekki, var of upptekin við að meðtaka “do’s and don’ts” frá næringarfræðingnum.
Það eina er að ég hef verið svolítið eftir mig á kvöldin og þrátt fyrir að vera dauðþreytt og grútsyfjuð hef ég verið í svolitlum vandræðum með að sofna, er alveg í 2-3 tíma að sofna á kvöldin, ekki skemmtilegt með 2 pottorma sem heimta athyggli. Ég reyndar ákvað að vera xtra vond við mig í dag þrátt fyrir að hafa bara fengið bara ca 4klst svefn að skríða ekki aftur upp í eftir að hafa farið með börnin í Leikskólann (Leifur fór á Búðarhálsinn í morgun) og ekkert að leggja mig þó ég svefninn hafi verið heillandi – planið er svo rúmmið núna fljótlega eftir að ég ýti á publish og vonandi ekki 3klst aðdragandi að draumaheimi….