Ég var mætt upp á spítala rétt fyrir kl 9 um morguninn. Var vísað inn á setustofu og svo stuttu síðar inn á herbergi þar sem ég fékk hin yndisfögru spítalaföt til að klæða mig í fyrir aðgerðina… svo hófst biðin því að aðgerðin átti ekki að vera fyrr en 12 en þarna var klukkan rétt 10. Ég reyndi bara að dorma og hlusta á iPodinn og gleyma mér sem tókst svona nokkurnvegin.
Svotil á slaginu 12 var mér rúllað inn á undirbúningsherbergi/vöknun þar sem sett var upp nál og svona skemmtilegheit.
Ég man í raun ekki almennilega eftir mér aftur fyrr en milli 3 og 4 en þá var mér réttur síminn og sagt að Leifur vildi tala við mig *uhhh* Hann kíkti aðeins til mín rúmlega 8 um kvöldið en stoppaði stutt þar sem mér leið hörmulega og vildi bara fá að sofa, fékk 3 frekar en 4 skammta af ógleðislyfjum og leið barasta ekkert alltof vel.
Fékk að sofa að mestu fram á morgun en samt með tilheyrandi potum og veseni í hjúkkunum í tengslum við blóðþrýsting, mettun og líkamshita.
Ég fékk að fara heim upp úr hádegi daginn eftir þar sem allt leit mjög vel út og aðgerðin gekk vel. Gat borðað svolítið af hafragrauti þarna um morguninn og fékk líka frekar furðulegan mat í hádeginu, kartöflumús, maukaðar soðnar gulrætur og súpersaltaðarkjötfarsbollur sem búið var að mauka *nammi* – reyndar var þarna lika súpa sem ég get sem betur fer borðað (gat ekki borðað maukið v/ magns af salti).
Síðan ég kom heim er þetta bara búið að ganga vel. Oliver tekur þessu öllu rosalega vel og passar sig alveg á því að koma ekki við magann á mér en skildi samt ekki alveg hversvegna ég var ekki jafn spræk og hann eftir hans aðgerð… (ég hef t.d. engan áhuga á að rugga mér á stólarmi líkt og hann gerði 5klst eftir naflaherniuaðgerðina í haust).
Það eina sem er að trufla mig í dag, á degi 3, er að ég bara hef ekki lyst á að borða neitt, ég var t.d. í gær í heilan klukkutíma að sötra eina litla fernu af kókómjólk! Ég á náttrúlega að vera að borða núna mjúkt fæði, fljótandi eða maukað *jummy*