ég fór í svokallað innskriftarviðtal áðan í tengslum við aðgerðina (Nissen fundoplication) sem ég fer í í janúar. svolítið skrítið að mæta í þetta alveg 2 vikum áður en það er bara svona þegar um valaðgerð er að ræða og sömuleiðis hátíðarfrí og svona vesen.
Allavegana viðtal við hjúkrunarfræðing, deildarlækni (sem ég veit ekki einusinni hvort að verði enn að vinna á þessari deild í janúar), svæfingalækni (haha sem útskr. með Tobba), skurðlækni (Sigurður Blöndal) og svo rannsóknir ofaná það – alltaf gaman að endurtaka söguna sína við alla 🙂 en betra samt að allir séu með sína punkta varðandi mína sögu.
Þetta semsagt er að fara að detta í hús. Ég prufaði að googla aðgerðina um daginn og fann þar meðal annars myndband á youtube sem sýnir aðgerðina – frekar skrítið að horfa á 🙂