Mikið svakalega leiðist mér það þegar maður fær sama spam póstinn frá öllum sem hafa netfangið hjá manni… og í öllum tilfellum er þetta eitthvað um það að lítið barn sé dauðvona og að mar hafi ekkert hjarta ef maður sendi þetta ekki áfram því að aol og intel ætli að borga x mörg cent fyrir hvert sent e-mail…
halló…
Ef einhver getur sagt mér hvernig þessi fyrirtæki ætla að geta greint það til hve margra netfanga þessi póstur berst og séð jafnframnt út hvort hann sé að fara oftar en einusinni á sama netfangið þá endilega látið mig vita, ég ætla þá að reyna að gera svona samning til að styrkja sjálfa mig til að gera eitthvað sniðugt ha? hvernig væri það ??
æji þetta er ekkert annað en spam mail… mér finnst allt í fína að fá spam með myndum og bröndurum, en þetta er bara svo aulalega vitlaust og tja haldiði ekki að ef þetta gengi að þá væru MUN fleiri svona tölvupóstar í gangi með styrkjum frá ÖLLUM stórum fyrirtækjum ? ég held það allavegana… og þar til ég sé þetta gerast eða einhver getur sýnt mér fram á að þetta sé svona þá mun ég ekki senda þessi meil áfram heldur fara þau BEINT í ruslið hjá mér.
Ég sakna reyndar þessara gömlu keðjubréfa sem mar fékk sem krakki.. þá átti mar að fá senda hluti… ég man að einhverntíma fékk ég svona bréf þegar ég bjó suðrí Vogum ( = undir 6 ára aldri ) og út úr því fékk ég 2 barnabækur, emma og eitthvað voru þær báðar.. man einhver eftir Emmu bókunum ég á margar af barnabókunum mínum enn… oníkassa… tek þær upp þegar ég verð mamma hahaha
svo fékk ég líka einhverntíma keðjubréf þar sem mar átti að senda strokleður til þess sem efstur var á blaði.. held ég hafi fengið 1 strokleður út úr því. þetta áttu sko ekki að vera bara venjuleg BOXY strokleður ó nei… eitthvað flott með myndum eða eitthvað þannig