Ég skellti mér á jólaskreytinganámskeið hjá SFR fyrr í vikunni… vissi reyndar ekki fyrr en bara sama dag að Brynja og Ása í vinnunni höfðu skráð sig líka. Bara gaman 🙂
Við gátum valið á milli 2 tegunda af skreytingum. önnur var fyrir kerti en hin fyrir seríur. Ég valdi mér að gera kertaskreytingu en stelpurnar tóku seríuskreytingar.
Þetta var ágætis námskeið eða eiginlega bara sýnikennsla og gaman að sjá báðar útgáfurnar gerðar. Ég persónulega myndi samt ekki hafa 20 ljósa seríu eins og gert var hér í seríuskreytingunum heldur bara 10 ljósa, amk í þessari pottastærð 🙂
Hér eru myndir af okkar útgáfum 🙂