Ég skellti mér á námskeið hjá skrappoggaman.is í gjafapokagerð. Þetta var lítið námskeið og vorum við bara 3 á því en pláss fyrir 4 per námskeið. Ætlaði að fara með Evu Huld ágústmömmu en hún datt út á síðustu stundu en ég ákvað að skella mér bara samt 🙂 sé ekki eftir því!
Þetta var lúmskt gaman og líka bara gaman að fylgjast með Önnu Siggu og hversu létt hún er í þessu og hvetur til að vera ekki með fullkomnunaráráttuna á milljón enda er einn plúsinn við að búa til svona sjálfur að gefa þessu svona einstakt yfirbragð með því að gera þetta sjálfur með pappírsörk og lími að vopni.
Þessir pokar eru mjög einfaldir í raun fyrir einn svona poka er nóg að eiga 1 örk af skrapppappír (12″x12″) og þá ertu komin með pokann sjálfann, botn og skreytingarefni. Þó er auðvitað eilítið skemmtilegra að vera með kannski 2 arkir *hehe* líkt og við erum með hér. þ.e. ein hvít/kremuð og ein með munstri. Pokarnir eru samt gerðir úr sama 12″x12″ blaðinu (úr einu blaði fást ss 2 svona pokar) en það er með munstri á báðum hliðum þessvegna eru þeir svona ólíkir.
Hringirnir og borðinn neðst eru úr sama hvíta/kremaða pappírnum en ég notaði blek til að lita þá bláa og svo annað blek til að fara yfir brúnirnar á hringjunum + botnlínunni hinum pokanum.
Alveg spurning um að búa til fleiri fyrir jólin, sjáum til!! 🙂
Hér er allavegna önnur mynd af pokunum sjálfum. Þeir eru ekki stórir en vel hægt að setja t.d. skartgrip þarna í eða líma lítinn plastpoka ofaní og fylla svo af nammi 🙂