einhverntíma í sumar var tekið upp á því að maður ætti að ganga með svona svaka fín merkispjöld… *jeij* ég var fljót að ná mér í svona klemmu til að geta látið þetta hanga í stengnum eða í vasanum þar sem mér finnst þessi nælonbönd svo asnaleg eitthvað.
Það samt gengur auðvitað ekki upp þegar maður ákveður að vera svona semi fínn og mæta í kjól í vinnuna er það?
Svo sá ég hjá pjattrófunum á DV að hún Sigrún Barbietec hafði verið að böggast yfir svipuðum málum með nælonböndin og rakst hún svona svaka fína lausn á því og deildi á pjattinu 🙂
voilá – allt sem til þarf er að kaupa svona kúlukeðju, nokkrar perlur með semistórum götum (amk sem komast upp á keðjuna), loku á kúlukeðjuna og svo klemmukrók 🙂
Ég þarf einmitt að ganga með svona spjald um hálsinn, þetta er svakalega töff 😉 Á engar buxur svo ég er alltaf með þetta um hálsinn og þarf að sýna þetta til að komast í gegnum allar hurðir í húsinu, spurning um að föndra sér eitthvað svona 🙂
þetta er líka fáránlega einfalt og kostnaðurinn bara nákvæmlega eins og maður vill hafa perlurnar dýrar.
Sömuleiðis síddin á keðjunni. meterinn er á einhverjar 250kr og festingin á keðjuna á 35kr
perlurnar uhh MJÖG breytilegt verð í föndurlist þarna í Mörkinni.