Ég og krakkarnir skelltum okkur í bíltúr síðasta sunnudag upp á Búðarháls til Leifs. Vorum öll orðin frekar langeygð eftir að sjá pabba og þá einstaklega henntugt að nota sunnudag í svona fínan bíltúr – þó að veðrið hafi reyndar verið ömurlegt til að keyra, þá sérstaklega Heiðin og Kambarnir ennn það hafðist!
Það var ekkert lítið spenntur snáði sem sá pabba sinn nálgast við afleggjarann að Búðarhálsi og sperrtist hann þvílíkt upp og var fljótur að losa sig eftir að við stoppuðum og gat varla beðið eftir að pabbi kæmi til að opna hurðina fyrir hann 🙂 Enda fékk hann líka að færa bílstólinn sinn yfir í pabba bíl og keyra restina að leiðinni að starfsmannabúðunum í vinnubílnum hans pabba með svona fínan alltofstóran hjálm á hausnum.
Við vorum þarna í svona 3-4 klst áður en við ákváðum að keyra aftur heim. Leifur fór með okkur smá rúnt um svæðið á vinnubílnum og fengu krakkarnir auðvitað að hafa hjálma á kollunum og voru líka sett í svona endurskinsvesti sem merkir að starfsmenn séu þar á ferð. Frekar krúttlegt. Líka svolítið gaman að því að nú eigum við mynd af Oliver frá því að hann var 3 mánaða og aftur 4 ára þar sem hann er með hjálm á hausnum og í öryggisvesti(-skjól ). Sú fyrri tekin þegar við mæðginin fórum til Leifs upp á Kárahnjúka og svo fyrsta heimsókn á Búðarhálsinn.
Í Þjórsárdalnum var hausið algerlega við völd og rosalega fallegir litir í náttúrunni. Enda gat ég ekki annað en stoppað og smellt af nokkrum myndum til að reyna mitt besta að ná fegurðinni á mynd.
Veðrið var svo ekkert mikið skárra á leiðinni til baka, sérstaklega ekki á heiðinni :-/
Oliver kom með snilldar komment þegar við vorum nýlögð af stað heim aftur 🙂
Mamma, þekkjum við ekki einhvern á Selfossi sem þykir voða vænt um okkur, svona vænt um okkur eins og Hrafn Ingi og Arnar Gauti ? Þá getur hann kannski gefið okkur kvöldmat?
ég átti í frekar miklum erfiðleikum með sjálfa mig en gat þó komið því frá mér á endanum að jú við ættum hana Olgu frænku á Selfossi sem hefði örugglega verið til í að taka á móti okkur ef við hefðum talað við hana fyrr um daginn, við yrðum nefnilega svo seint á ferðinni…
Hrafn Ingi hefði pottþétt glaður boðið uppá kvöldmat í sveitinni á leiðinni heim! 🙂
heh, ég efa það ekki – verst að þið búið ekki á Selfossi *heh*
Vorum ekki komin í borgina fyrr en rúmlega 9
Hahahaha en krúttlegt komment frá Olla ! 😀