Ég fylgdi Stellu frænku til grafar í gær. Lítil og látlaus athöfn fyrir þennan stóra hóp sem þessi litla kona átti.Stella var elsta systir pabba og hún var ótrúlega rík kona, eignaðist 11 börn og yfir 20 barnabörn og langömmubörnin eru komin fast að 30. Hún var mér oft svona eins og auka amma… sem reyndar á líka og etv meira við um Ástu frænku 🙂 Stundum gott að vera örverpi 😉
Það er samt ferlega skrítið að fylgja einhverjum sem hefur verið í lífi manns svona lengi og vera “sáttur” við að viðkomandi fari… sorgmædd jú, söknuður – hellingur, en hugsunin um að hún sé hjá Nonna frænda hjálpar helling og ég veit það alveg að ráma röddin hennar og hláturinn er ekkert horfinn, hann er í huga mér og í minningunum.
Lítil kona með stóran faðm og RISA hjarta skilur eftir sig velútilátinn skammt af minningum og gleði.
Hvíl í friði elsku frænka