hún Maja spurði mig hvað sýrustigsmæling væri eftir að ég skrifaði þar síðustu færslu….
Þannig er mál með vexti að ég er með svokallað vélindabakflæði og komst í svona rannsóknarhóp í gegnum lækninn minn sem þýðir í raun bara það að ég er undir slatta eftirliti og verð það næstu ár út af þessu veseni.
það voru 50% líkur á því að ég myndi lenda í aðgerðar hópi og aðrar 50% að ég myndi lenda í lyfjahópi.. og ég endaði í þeim síðari… kosturinn við það að vera í þessu rannsóknarverkefni er að ég er á fríum lyfjum og fríu lækniseftirliti 😛
allavegana þessi sýrustigsmæling er partur af þessu… fór í svona síðast í desember og jafnframt í magaspeglun en núna er það víst bara mælingin. það á ss að fylgjast með sýrustiginu í vélindanu og maganum í 24 tíma með svona sírita sem ég þarf að hafa þræddan í gegnum nefið og með eitthvað apparat hangandi utaná mér og ýtandi á einhverja takka á því ef ég leggst útaf eða fæ mér að borða/drekka.
verímúch so fún eða ekki…
ég held þið fáið að vita hvernig þetta verður þegar þar að kemur þar sem ég verð nú ekki föst á spítala heldur bara í þeim pakka að láta mér leiðast.