Ég er búin að vera að dunda mér að fara í gegnum myndirnar okkar það sem af er þessu ári. Meira ruglið. Ég er búin að taka fullt af svona myndum “hey þetta er frábært bloggefni” en einhvernvegin hefur það misfarist að koma efninu hingað inn… alger slúbbert!
Ætla að taka mig á, fékk mér nýjan lappa fyrr í sumar og hann er með innbyggðum kortalesara þannig að ég hef ekki neina afsökun nema auðvitað að ég vil helst af öllu setja smá spor í “metadata” myndarinnar en það er nú hægt að redda því.
Annars þá erum við að spá í að flytja myndasvæðið – Flickr er yndislegt apparat en æj mér finnst svolítið leiðinlegt að það geta ekki allir skrifað við myndirnar, þarft að vera með áskrift hjá flickr til að geta skrifað og vinur okkar til að geta séð allar myndirnar. Fotki hefur bætt sig slatta frá því að ég var að skoða þetta síðast og þar er nóg að vera með lykilorð sem ég set til að komast inn í albúmin 🙂
Hér er Fotki aðgangurinn okkar, þeir sem þekkja okkur ættu að vera nokkuð fljótir að átta sig á lykilorðinu 😉
ég er einmitt að fara að flytja allt okkar yfir til fotki líka. vantar alveg svona lykilorðafítus í flickr eða fleiri öryggisstillingar. held að fotki sé alveg málið 🙂