Við skelltum okkur í útilegu aftur núna um helgina – alltaf jafn notalegt að komast í litla rjóðrið sem við fundum fyrir nokkrum árum og höfum farið þangað aftur og aftur 🙂
Krakkarnir nutu sín í könnunarleiðöngrum og komust í annsi góðan pakka þegar þau uppgötvuðu að það væru komin svört ber á krækiberjalyngið! nóg af bláberjum líka en þau áttu eftir smá þroska enda vel græn 🙂
Við kíktum auðvitað á brennuna og hlustuðum á “tónleikana” – Oliver og Ása Júlía tóku auðvitað undir í þeim lögum sem þau þekktu 🙂
Þeim fannst auðvitað afskaplega spennandi að sofa í tjaldi og spjölluðu endalaust við okkur þegar kom að háttatíma 🙂
Við kíktum í smá bíltúr eftir tja mjög ójöfnum og “skemmtilegum” vegi sem bjó til svolítið ævintýri fyrir okkur og endaði með heimsókn á verkstæði í dag *hehemmmm* Skulum bara segja að það hafi allir vitað að við værum á svæðinu eftir þennan bíltúr!
Í heildina mjög notaleg lítil fjölskylduferð í Húsafellið!