Ahh við fórum í fyrstu útilegu sumarsins um helgina. Dásamlegt veður þannig að við ákváðum að skella okkur í 2 nætur á Þingvelli með krakkana. Ása Júlía hefur ekki farið í tjald áður og Oliver fór síðast þegar hann var rúmlega 1 árs (2 ára var ég huges ófrísk af ÁJ og í fyrra var það e-ð annað sem var í gangi allar helgar).
Allavegana, dótinu hennt út í bíl, brunað vestureftir til að stela tjaldi foreldra minna og svo beinustuleið í búð og svo Þingvellir. Tjaldinu hennt upp og útiveran formlega hafin 🙂
Þetta var yndislegt – krakkarnir í könnunarleiðangri endalaust, sjarmerandi nágrannana, grill og kósíheit og svo öll sofandi í einni hrúgu inni í tjaldi þrátt fyrir að hafa nóg pláss fyrir alla 🙂 Ása Júlía var reyndar frekar mikið spennt fyrra kvöldið og ætlaði aldrei að ná sér niður en seinna kvöldið var ekkert mál.
Við skelltum okkur í göngutúr niður 1/2 almannagjá og alveg að Öxarárfossi fyrir hádegið í gær og svo í bíltúr sem endaði i Úthlíð í sundi sem var alger SNILLD!
Það var vel dösuð fjölskylda sem datt hérna inn síðdegis í dag og sömuleiðis vel RAUÐ 🙂