jeij tómatarnir mínir eru farnir að sýna sig, þó bara blómstur en blómstur eru mætt á aðra plöntuna mína *mont*
Er hrikalega ánægð með sjálfa mig að hafa náð að halda lífi í þessu *Hehe* líka fyndið að maður sér tómataplönturnar bókstaflega vaxa, þær titra alveg á fullu enda hafa þær stækkað heilan helling frá því að ég setti þessa færslu inn með þessari mynd, en tómataplönturnar sjást þarna neðst vinstra megin á myndinni í linknum.
Ég tók eftir blómstrunum í fyrrakvöld og við Oliver kíkjum núna saman á plönturnar til að skoða hvort það séu komin fleiri blómstur áður en við förum út á morgnana og aftur fyrir svefninn 🙂 Hann er ss hrikalega spenntur yfir þessu líka þó honum þyki tómatar ekkert bestir í heimi… er mikið að spá í að verða mér út um agúrkuplöntu eða bara sá fyrir henni næsta vor 🙂 held að það yrði aldeilis vinsælt 🙂
Annars þá erum við farin að nýta kryddjurtirnar reglulega í matargerð og það er voða gott að fá sér sodastream með ferskri myntu og t.d. frosnu jarðaberi 🙂