Mér finnst æðislegt að fylgjast með matjurtunum mínum vaxa og dafna.
Hlakka endalaust til þegar tómatarnir fara að láta sjá sig þó ég borði þá ekki sjálf en krakkarnir gera það og þá sérstaklega Ása Júlía. Hlakka líka til þegar Cyanne piparinn tekur við sér 🙂
Við fórum í IKEA um helgina og keyptum nokkrar nýjar pottahlífar undir kryddjurtirnar og ég sameinaði svo úr nokkrum minni pottum í stærri þannig að það eru 3-4 plöntur í stærri pottunum sem gefur þessu svona fína fyllingu 🙂
Ef smellt er á myndina fæst stærri útgáfa þar sem ég er búin að merkja inn á nöfnin á kryddjurtunum og auðvitað sólblómin mín + cyannepiparinn & tómataplönturnar 🙂