Við skelltum okkur norður til Húsavíkur um helgina. Jökull og Inga Lára buðu okkur í skírnina hennar Sigurlaugar og jafnframt báðu þau Leif að vera skírnarvottur 🙂 Foreldrar Ingu Láru voru líka svo yndisleg að bjóða okkur að skella upp fellihýsinu sínu og fullan aðgang að húsinu þar fyrir utan þannig að við vorum í góðum málum 🙂
Við lögðum af stað um hádegi á föstudeginum (hæhóogjibbíjeij eyddum þjóðhátíðardeginum í bílnum!) og vorum komin rúmlega 7 í hlað hjá foreldrum Ingu Láru.
Áttum þarna ferlega notalega helgi með yndislegu fólki.
Skírnarathöfnin sjálf var látlaus en mjög falleg og persónuleg eins og búast mátti við hjá þeim hjónakornunum. Oliver & Ása Júlía eignuðust góðan “plat”afa í Kalla og fannst þeim það nú ekki leiðinlegt (efast um að Karli hafi þótt það neitt leiðinlegt heldur ;-))
Við tókum eitthvað af myndum sem hafa þegar ratað í tölvuna en sjáum hvenær tími gefst til að vinna úr þeim (líkt og myndum síðustu mánaða *ehemm*).
Krakkarnir voru ótrúlega góð í bílnum báðar leiðir. Voru samt frelsinu fegin þegar bílinn var stoppaður, hvort sem það var í pissupásu, matarpásu, í Húsavík eða heima í Reykjavíkinni.