Við eyddum allri síðustu viku í Ossabæ, tengdó voru svo yndisleg að fá bústaðinn að láni fyrir okkur þannig að við fengjum amk smá sumarfrí saman fjölskyldan þar sem það er ekki enn komið á hreint hvenær Leifur fer á fjöll en það syttist samt óðum í þann dag.
Mættum hress seinnipartinn 3.jún og stuttu síðar komu Sigurborg og Tobbi ásamt 2 ferfættlingum og svo komu tengdó stuttu síðar… grillað, spjallað, prjónað og vingast við ferfættlingana – föstudagskvöldið leið og laugardagurinn kom með meira spjalli, handavinnu, heitupottaferð, göngutúr og delish grilli! tengdó brunuðu svo í borgina og eftir að börnin voru sofnuð hófst spilerí með meira spjalli, svefngalsa og hlátri.
Við áttum svo vikuna saman fjölskyldan… mamma og pabbi kíktu í kaffi eitt síðdegið.
Fórum í bíltúr-a, kíktum í Slakka og á Geysissvæðið. fórum í göngutúra og svo var auðvitað farið í pottinn amk daglega.
Virkilega notaleg vika í burtu frá ysogþys höfuðborgarinnar.