eins og sjá má á fyrri póstum er ég búin að vera að dunda mér við smá handavinnu undanfarið… heklaði þarna utan um 2 steina og sultukrukku sem ég útfærði sem blómavasa (amk í bili… kannski breytist hann í kertastjaka í vetur, hver veit)
Í gærkvöldi sá ég svo hrikalega krúttlegt armband og ákvað að prufa… það var gert úr nokkrum “ömmudúllum” sem tengdar voru svo saman í lengju og heklað utanum og sett tala.
Voða krúttlegt að mínu mati amk. <bæti inn mynd í kvöld>
Prufueintakið heppnaðist alveg ágætlega held ég – get eflaust gert betur samt 🙂 ætla að prufa mig aðeins betur áfram og gera fleiri (á þá barasta til skiptanna) – er líka með nokkrar aðrar hugmyndir í kollinum með heklunálina sem fæddust upp í bústað í síðustu viku … meira um það síðar.
Kláraði líka í bústaðnum peysukjól á Ásu Júlíu sem ég er alveg hrikalega ánægð með!! hann fær samt sinn eigin póst með myndum 😉