Ég hlýt að vera það fyrst ég virðist vera farin að þurfa á sterasprautu að halda til að yfirstíga ofnæmiseinkenni vorsins.
Í rúman mánuð núna er ég búin að vera “að kafna” úr ofnæmiseinkennum og fóru þau bara versnandi… búin að dunda mér við að meðhöndla mig sjálf með því að hækka lyfjaskammtinn minn og svo eftir smá spjall við samstarfsfólk bæta við augndropum og nefspreyji en það var barasta ekki nóg… meina fólk sem þekkir mig var farið að spurja mig hvort það væri ekki allt í lagi með mig ef það hitti á mig frammi í afgreiðslu þar sem ég var með endalaust rauð augu og leit yfirleitt út eins og ég væri búin að vera hágrenjandi. Svakalega spennandi.
Ég sendi neyðarkall í tölvupósti til ofnæmislæknisins míns… eins og alger himnasending sendi hún mér svar með boðun í heimsókn til sín (var búin að hringja og fá að heyra að það “væri ekki verið að bóka í tíma hjá henni”). Eftir smá spjall, myndatöku, spirometriutest og meira spjall var ákveðið að prufa að gefa mér sterasprautu sem ég má víst fá 1x á ári og á að hjálpa til í slagsmálunum við ofnæmi. HALELÚJAH ég fann mun á einkennunum innan 2klst! og var orðin bara nokkuð hress seinnipartinn og í dag 5d síðar er ég bara einkennalaus!!! þvílíkur LÚXUS!!
Endaði reyndar líka með sýklalyf þar sem ofnæmið var farið að þróast út í kinnholubólgur og svona skemmtilegheit! En vá þvílíkur munur og það með 1 lítilli sprautu (eða ég tel mér sjálfri trú um að hún hafi verið lítil þar sem ég sá hana aldrei :-p)