jæja ég skrapp á þessa annars ágætis afþreyjingu í gærkveldi ásamt henni Sirrý gellu.
Langt síðan ég hef setið í svona stöppuðum sal í sambíóunum í Kringlunni… alveg troðið venjulega hef ég verið að lenda í því í smáranum EN ekki í þetta sinn.
Mér finnst alltaf gaman að sjá myndir þar sem aðalleikararnir eru ekki pikkfastir í einhverjum fyrirframákveðnum hlutverkum, eins og í þessu tilfelli Johnny Depp… hann er enganveginn fastur í hlutverki. Aftur á móti sá sem leikur vondakallinn er alveg pikkfastur í vondukallahlutverkinu…
Annars þá er þetta mynd sem ég myndi ekkert hafa á móti því að eiga eða fara aftur að sjá. Hélt reyndar að þetta væri meiri hryllingsmynd en úr varð þetta er bara svona flott ævintýramynd með flottum leikurum. því að þau meiga flest eiga það að þau eru alveg ágæt. Nema náttla Djonny hann er sko bara Flottur og að vísu þá er vondikallinn sem ég man aldrei hvað heitir alveg klassískur leikari og það góður.
Annars þá var ég voða upptekin við að fylgjast með auglýsngunum í byrjun því að mér hefur þótt vera annsi lélegt úrval af myndum nú í sumar. EN mér sýnist sem það sé að fara að lagast… nokkrar myndir verða frumsýndar núna á næstunni sem ég hefði alveg áhuga á að sjá:
Wrong Turn,
Legally Blonde 2,
American Wedding,
The Italian job,
Badboys II
og einhverjar fleiri.