já ég fæ víst þann titil að mestu leiti í sumar. Það skýrist reyndar allt betur á næstu 2 vikum skilst mér á Leifi. Stofan fékk samning sem innhélt m.a. það að Leifur verður staðsettur á fjöllum í ca 5 mánuði (með nokkrum örfríum) á ári næstu 3-4 árin. Spennandi tímabil fyrir hann vinnulega séð en auðvitað ekkert sérstaklega spennandi fyrir okkur fjölskyldulega séð. Ég verð barasta að vera dugleg að taka myndir og video af ormunum okkar og senda honum.
Ég er samt ekkert að stressa mig á þessu, á kannski eftir að gera það þegar nær dregur og við búin að fá að vita betur hvernig vaktirnar þarna verða og svona en í dag truflar þetta mig ekkert svo. Þarf etv að falast eftir smá auka slaka í vinnunni hvað varðar að mæta á réttum tíma en það er nokkurn vegin það eina. Verður eitthvað auðveldara í haust og í framhaldi af því þegar Ásuskott byrjar á Austurborg þar sem ég kem þá ekki til með að þurfa að fara á 2 staði heldur bara 1.
svo er bara að nýta þessar einhleypu og barnlausu sem finnst gaman að hlaupa á eftir börnunum þínum (ég er samt léleg í LEGO)